Við áramót

Árið 2015 hefur á margan hátt farið vel með okkur hér á Hrauni, bæði okkur persónulega og rekstrarlega fyrir búið.  Rófuuppskera frá 2014 sem seld var á árinu varð auðseljanleg og fékkst gott verð fyrir hana.  Eftir óróa á markaðinum fyrir áramót 2014, varð jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs þannig að stöðugleiki myndaðist.  Mikilvægt er að búa sig undir það að geta geymt rófurnar lengi og verður þessi búgrein ekki rekin með neinu öryggi nema vel takist til með geymslu. Sala á uppskeru 2015 hefur hins vegar gengið illa, lítil sala og verð hefur farið langt niður fyrir skila...

02-01-2016
Nánar
Sumarlok í sveitinni

Vetur í nánd og uppskerustörfum lokið.  Allar rófur komnar í hús þrátt fyrir ótrúlega þráláta úrkomu.  Uppskeran náði að vera í meðallagi og réðu þar úrslitum hlýindakaflar í ágúst og september. Farið var aftur í sölvafjöru um mánaðarmót ágúst – sept. og náðist afar góð uppskera, aðeins í einni ferð.  Sölin voru orðin eðlileg og varð því mikil breyting á frá því í byrjun ágúst.  Engir upplitaðir blettir á þeim og virðist sem næringarefni sjávarins hafi náð jafnvægi sem er einn af grundvallarþáttum er varðar útlit og bragðgæði þeirra. Laxveiðin í net hjá okkur í Ölfusá var a...

10-11-2015
Nánar

Lífið á bænum

snerpa.jpg