Þorrinn

Hér á suðurlandi hefur veturinn látið vel af sér vita frá því í byrjun desember. Hvassviðri og snjókoma einkennt veðurlagið, en jörð fór að mestu klakalaus undir.  Eins og áður eru hefðbundin janúarstörf í gangi þessa dagana, hross flutt til tamningamanna og rófusala mikil enda þorrinn framundan.  Þau sem temja fyrir Hraunsbúið í ár eru Ragnheiður Samúelsdóttir, Jóhann Kristinn Ragnarsson og Janus Eiríksson.  Tvær hryssur á 4. vetri, og 3 á 5. vetri ásamt tveimur öðrum eldri hrossum verða í tamningu til að byrja með.  Geldingarnir sem eru á 4. vetri fóru í frumtamningu hjá ...

01-02-2015
Nánar
Söl – nýjar umbúðir

Eins og áður hefur fram komið, og ljóst er þeim sem skoða heimasíðuna, eru sölin ein afurð búsins.  Við höfum selt þau í 70 gr. umbúðum, en nú erum við með nýjar 50 gr. umbúðir með nýju útliti.  Við höfum látið hanna og smíða vél sem tætir sölin og grófhreinsar, þannig að mannshöndin kemur lítið að hreinsun þeirra. Fljótlega verður einnig boðið upp á 25 gr. umbúðir til að mæta óskum þeirra sem vilja kaupa í smærri skömmtum.  Við höfum fundið fyrir meiri eftirspurn og höfum m.a. gert samninga við 2 aðila um frekari vinnslu úr sölvum.  Það þarf ekki að minna á að sölin eru af...

24-10-2014
Nánar

Lífið á bænum

snerpa.jpg