Uppskerutími hrossaræktarinnar 2014

Þessar vikurnar eru folöld búsins að koma í heiminn.  Sól frá Hvoli, sem er ein af ræktunarmerum okkar, kastaði í vikunni bleikálóttum hesti og er hann undan Stála frá Kjarri.  Heimasætan, eða afabarnið, er hér að taka fyrstu tamningatökin. Sól verður leidd undir Kiljan frá Steinnesi, að þessu sinni.  Undan henni eru komin tvö á tamningaaldur, Selja og Sæla, en þær hafa sýnt fljótt mikla getu, gott geðslag og mikinn fótaburð. Selja, sem er undan Óm frá Kvistum, var sýnd 4 v. sl. vor og fékk þokkalegan hæfileikadóm, en lakari byggingadóm.  Hún fékk m.a. 8 fyrir tölt, 8 fyrir...

25-05-2014
Nánar
Kynbótasýningar 2014

Hrossin á búinu sem hafa verið í tamningu í vetur eru nú þessa dagana að fara í kynbótadóm.  Eingöngu hryssur koma til dóms því nær allir hestar búsins eru geltir.  Fyrstar í dóm fóru 5-vetra hryssurnar, Tildra og Þota, sem komu undan merum sem búið leigði frá Kjarri og eru því skráðar úr ræktun Helga Eggertssonar.  Þær eru undan Stála frá Kjarri og Stjörnu og Auðnu frá Kjarri. Tildra var sýnd af Ragnheiði Samúelsdóttur og fór í góðan dóm.  Hún fékk 8,40 fyrir hæfileika og 7,89 fyrir byggingu og er því með 8,21 í aðaleinkunn.  Hún á talsvert eftir inni og verður gaman...

24-05-2014
Nánar

Lífið á bænum

vnting jan 2010 kn siguroddur p 2.jpg