Vorkoman

Eftir vindasaman og leiðinlegan vetur er nú með hækkandi sól tekið að vora.  Framundan er skemmtilegur tími í garðyrkjunni, vinnsla á garðlöndunum og sáðning.  Svo er „uppskerutími“ hrossaræktarinnar,  þegar folöldin koma í heiminn, en við eigum von á 6 folöldum þetta árið. Við munum einnig mæta með m.k. 4 hross á kynbótasýningar í maí og júní, en þar er sett mælistika á getu unghrossanna sem eru búin að vera í tamningu sl. tvo vetur og vonandi verða sýningarhæf trippi á 4 vetri sem gætu bæst við. Annars er hér allt með venjubundnum hætti.  Starfsmenn búsins vinna annars ve...

25-04-2015
Nánar
Þorrinn

Hér á suðurlandi hefur veturinn látið vel af sér vita frá því í byrjun desember. Hvassviðri og snjókoma einkennt veðurlagið, en jörð fór að mestu klakalaus undir.  Eins og áður eru hefðbundin janúarstörf í gangi þessa dagana, hross flutt til tamningamanna og rófusala mikil enda þorrinn framundan.  Þau sem temja fyrir Hraunsbúið í ár eru Ragnheiður Samúelsdóttir, Jóhann Kristinn Ragnarsson og Janus Eiríksson.  Tvær hryssur á 4. vetri, og 3 á 5. vetri ásamt tveimur öðrum eldri hrossum verða í tamningu til að byrja með.  Geldingarnir sem eru á 4. vetri fóru í frumtamningu hjá ...

01-02-2015
Nánar

Lífið á bænum

trippi 2007.jpg