Útflutningur á sandi

Eins og síðulesendum er kunnugt, er hér á Hrauni mikill sandur sem Ölfusáin ber fram.  Í áratugi hefur sandur verið seldur hér, framan af nær eingöngu í pússningu veggja, úti sem inni.  Síðar hefur farið mikið magn í fótbolta- og golfvelli til að bæta jarðvegsástand og til uppbyggingar vallanna.  Á síðasta ári urðu þáttarskil í sölumálum sands því ágætt fyrirtæki,  Eden ehf, hóf útflutning á sandi til  iðnarframleiðslu.  Fáir höfðu trú á að hægt væri að gera þetta arðbært, þar sem kostnaður við að koma sandinum á áfangastað er mikill.  Hins vegar reynist san...

14-11-2016
Nánar
Hraunsmenn komnir í samband aftur.

Margt hefur að sjálfsögðu drifið á daga okkar hér á Hrauni síðan í byrjun árs 2015. Árið 2015 var okkur gjöfult,  rófnauppskera góð og entist hún fram í miðjan júlí 2016, sölvauppskera góð og salan stóraukist.  Hrossaræktin gekk vel og drjúg sala í hrossum og á kynbótasýningum fór flest að óskum. Árið 2016 verður minnst fyrir einmuna blíðu í sumar.  Allur jarðargróður dafnaði að sjálfsögðu vel og skilaði búinu góðri uppskeru.  7 folöld fæddust þetta sumarið sem er það mesta sem verið hefur. Eins og áður var leitað víða eftir góðum stóðhestum. Þar á meðal eru Konsert frá Hof...

10-11-2016
Nánar

Lífið á bænum

hk me egil  kanna.jpg