Er Eyrarbakkavegur í hættu?

Ölfusá er mesta vatnsfall landsins með meðalrennsli  um 420 m3/sek.  Eins og gefur að skilja er eðlilegt að slíkt vatnsfall sem Ölfusá er, marki spor í umhverfi sitt.  Áin hefur í gegnum aldirnar brotið mikið land undir sig við árbakkana.  Talið er að á 14 öld hafi áin brotið sér nýja leið til sjávar á svipuðum slóðum sem hún rennur nú.  Við þá breytingu, og í framhaldi af henni, eyddi hún jörðinni Drepstokki,  sem var austanmegin hennar.   Talið er að við landnám hafi árósarnir verið um 5 km  vestar en nú er. Síðustu áratugina hefur áin verið í svokallaðri austursveiflu, en hún hefur haft þann vana að sveiflast milli austurs og vesturs, enda hefur hún mikið rými hér á ósasvæði sínu.  Óseyrartangi er sandrif sem áin og öldustraumur sjávar hefur myndað með framburði hennar. 

Á síðustu árum hefur áin nagað úr tanganum að norðanverðu og er ekki annað að sjá að grípa verði til aðgerða til að bjarga Eyrarbakkaveginum.  Á móts við Hafið Bláa er orðið stutt í veginn frá ánni og hefur fjarlægð þar minnkað um 1-2 metrar á ári.  

Eftir að áin flutti sig að austurbakkanum hefur land vestanmegin hennar, neðan til,  gróið fram á síðustu þremur áratugum og myndað gróðursælar starengjar, um 3-4 ha.

Myndin hér að neðan sýnir umrætt landbrot við Eyrarbakkaveg.
landbrot-vid Olfusa-880

Lífið á bænum

bylgja og knnun 2008 .jpg