Uppskerufréttir

20140812 122356Margt hefur drifið á dagana frá síðustu frétt úr búskapnum.  Kynbótasýningar og Landsmót löngu afstaðið, en þrjár 5v hryssur frá búinu unnu sér rétt til þátttöku á landsmótinu og komst Brák frá Hrauni þar lengst og hreppti 3 sætið í 5v flokknum með 8,43 í Ae.  Önnur hross búsins sem sýnd voru fengu þokkalega útkomu, en athyglisverðust er 4v. Klárhryssa, Sæla frá Hrauni, undan Krák og Sól, sem fékk 8,5 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag.

Rófur fóru fyrst frá búinu um miðjan mánuðinn og hafa farið vikulega síðan. Uppskeruhorfur eru góðar en barátta hefur verið að bæta upp áburðartapið vegna mikillar úrkomu. Tíðarfar hefur tekið jákvæðum stakkaskiptum og sólin hefur komið í stað þrálátrar rigningar því eru bændur nú bjartsýnir.

Sláttur hófst 22 júní enda spretta með eindæmum góð. Fyrri slætti lauk þó ekki fyrr en 28. júlí og var það síðasta orðið úr sér sprottið.  Há þarf að slá af því sem fyrst var slegið þó heyforði séu nú orðin langt yfir þarfir.

 Nú stendur yfir uppskerutími sölva en fyrst var farið í fjöru 27. júlí og var uppskera góð enda mikill flokkur góðra vina sem fylgdi okkur. 10. ágúst var farið aftur og síðast 12. ágúst í mikilli blíðu og góðri fjöru.  Starfsfólk Landans voru með þann 27., því má vænta að sýnt verði frá fjöruferðinni í Landanum í haust.  Nú er verið að klára að þurrka og koma uppskerunni í hús.

Lífið á bænum

r og folald undan krk 2010 2.jpg