Enn af uppskeru

Rófurnar er nú loks komnar í hús, en þar sem september toppaði vatnsflóðið frá sumrinu var lítill friður til upptöku.  Við getum verið kát með uppskeruna sem er í góðu meðallagi og kemur til með að nýtast vel.  Eftirspurn hefur verið góð, en verðið hefur verið í lægri kantinum, því órói hefur fylgt nýjum framleiðendum sem eru að koma inn á markaðinn.  Á landsvísu er reiknað með að uppskeran sé undir meðallagi og verður því tæpast hægt að láta uppskeruna endast til næstu uppskeru án innflutnings.

Á Hrauni var nær eingöngu var sáð íslensku fræi frá Hannesi í Stóru-Sandvík, sem reyndist afar vel. Sandvíkur rófustofninn er frá Kálfafelli (Kálfafellsrófa) með smá íblöndun af norsku afbrigði.  Margir nota Sandvíkurrófuna, enda er hún bragðgóð, gefur góða uppskeru og er falleg. Galli er þó við hana að kálið er jarðlægt sem veldur erfiðleikum við slátt kálsins.
Meðfylgjandi mynd sýnir vel hvað uppskeran var góð á köflum.

Lífið á bænum

r og folald undan krk 2010 2.jpg