Söl – nýjar umbúðir

Sl 50 gr umbirEins og áður hefur fram komið, og ljóst er þeim sem skoða heimasíðuna, eru sölin ein afurð búsins.  Við höfum selt þau í 70 gr. umbúðum, en nú erum við með nýjar 50 gr. umbúðir með nýju útliti.  Við höfum látið hanna og smíða vél sem tætir sölin og grófhreinsar, þannig að mannshöndin kemur lítið að hreinsun þeirra. Fljótlega verður einnig boðið upp á 25 gr. umbúðir til að mæta óskum þeirra sem vilja kaupa í smærri skömmtum.  Við höfum fundið fyrir meiri eftirspurn og höfum m.a. gert samninga við 2 aðila um frekari vinnslu úr sölvum.  Það þarf ekki að minna á að sölin eru afar holl, enda rík af kolvetni, trefjum, próteini, og ýmiskonar snefilefnum s.s. Na, Ca, Mg, K, P og joði.        Sölin fást m.a. hér á Hrauni, Heilsubúðunum í Reykjavík, Krónunni á Selfossi, Vöruval í Vestmannaeyjum.

Lífið á bænum

vnting.jpg