Þorrinn

Hér á suðurlandi hefur veturinn látið vel af sér vita frá því í byrjun desember. Hvassviðri og snjókoma einkennt veðurlagið, en jörð fór að mestu klakalaus undir.  Eins og áður eru hefðbundin janúarstörf í gangi þessa dagana, hross flutt til tamningamanna og rófusala mikil enda þorrinn framundan.  Þau sem temja fyrir Hraunsbúið í ár eru Ragnheiður Samúelsdóttir, Jóhann Kristinn Ragnarsson og Janus Eiríksson.  Tvær hryssur á 4. vetri, og 3 á 5. vetri ásamt tveimur öðrum eldri hrossum verða í tamningu til að byrja með.  Geldingarnir sem eru á 4. vetri fóru í frumtamningu hjá Röggu í haust og 4 tveggja vetra trippi í fortamningu til Magga Lár í Holtsmúla.  Folöldin eru komin á hús og eins og alltaf er gaman að meta þau nýklippt, skoða hreyfingarnar og reyna að meta byggingu og geðslagið.  Folald undan Gyðju frá Glúmsstöðum er á húsi hjá okkur í vetur ásamt reiðhestum frá Geert og Caroline nágrönnum okkar.

Búskapurinn er rekinn með lámarks vinnuafli, eigendurnir, þ.e. gamlingjarnir tveir , með aðstoð nágranna og járningamanninum, Geert, sem hleypur í skarðið þegar mest er að gerast.

Annars leggst árið vel í okkur Hraunsbændur og ríkir bjartsýni hér á torfunni, enda ekki ástæða til annars með góðri heilsu og hækkandi sól.

Lífið á bænum

snerpa og vnting.jpg