Hraunsmenn komnir í samband aftur.

Margt hefur að sjálfsögðu drifið á daga okkar hér á Hrauni síðan í byrjun árs 2015. Árið 2015 var okkur gjöfult,  rófnauppskera góð og entist hún fram í miðjan júlí 2016, sölvauppskera góð og salan stóraukist.  Hrossaræktin gekk vel og drjúg sala í hrossum og á kynbótasýningum fór flest að óskum.

Árið 2016 verður minnst fyrir einmuna blíðu í sumar.  Allur jarðargróður dafnaði að sjálfsögðu vel og skilaði búinu góðri uppskeru.  7 folöld fæddust þetta sumarið sem er það mesta sem verið hefur. Eins og áður var leitað víða eftir góðum stóðhestum. Þar á meðal eru Konsert frá Hofi, Jarl frá Árbæjarhjáleigu, Fannar frá Flugumýri, Stáli frá Kjarri og var einnig stóðhesturinn Biti frá Hrauni notaður.   Búið á nú orðið 9 fyrstu verðlauna hryssur og hálfa að auki.  Aðeins fimm merum var haldið þetta árið til að nálgast það markmið okkar að hafa hrossaræktina ekki of umfangsmikla.  Ræst hefur vel úr sölumálum og er Ragnheiði Samúelsdóttur fyrir að þakka.  Ragga temur orðið nær öll okkar hross og á hún því auðvelt með að greina vel hvað hæfir hverjum kaupanda.

Búið hefur verið rekið síðastliðin ár með litlu aðkeyptu vinnuafli.  Álag á okkur eigendur hefur verið mikið og er nú tími til að lækka seglin.  Nú er svo komið að á góðviðrisdögum að hlaupið er í golf og yfirvinnunni frekar sleppt.

HKFræmæður skoðaðar

Lífið á bænum

snerpa.jpg