Þjóðleiðir - endurhleðsla á vörðum

22. júlí 2012 

Þjóðleiðir og viðhald þeirra er ábúendum á Hrauni mikið hjartans mál. Áhugi fyrir þjóðleiðunum hér eiga sér sennilega rætur úr fortíðinni því Hraun var sannarlega í þjóðbraut og sex þjóðleiðir greinast hér frá Hrauni. Áningastaður ferðamanna var hér svo lengi sem heimildir ná til.  Örnefni eins og Ferðamannatunga, Ferðamannahóll, Hrossamýri o.fl., voru svæði eða land sem eingöngu var nytjað af ferðamönnum.  Þessu fylgdi talsverð ánauð, en einnig kostir.  Margir fóru um hlaðið á Hrauni og báru fréttir og náin kynni tókust við marga ferðamenn sem hér fóru um.  Segja má að nú séu hluti þessara leiða endurvakin því mörg hundruð manns og þúsundir hrossa fara hér um á hverju sumri, bæði með skipulögðum hópum og einstökum ferðahópum.

Fyrir stuttu var lokið við að endurhlaða vörður á þjóðleiðinni frá Hrauni til Þorlákshafnar, þ.e. þær vörður sem eru í landi Hrauns.  Ákveðið er að vörður í landi Þorlákshafnar  verði hlaðnar upp síðar í sumar.  Verkefni sem þetta krefst undirbúnings því vörðurnar og vörðubrotin eru taldar margra alda gamlar og falla þær því undir verndunarlög.  Fornleyfavernd ríkisins gaf úr leyfi fyrir verkinu með þeim skilyrðum að þær yrðu hlaðnar upp með sama sniði og áður og skyldi viðurkenndur hleðslumeistari  stýra verkinu.  Guðjón Kristinsson, sveitungi okkar, ættaður frá Dröngum, tók að sér að stjórna verkinu og voru hleðslumenn bræðurnir, Hrafnkell (undirritaður), Guðmundur Ingi og Þorlákur, ásamt Þórhildi, meðeigenda af Hraunstorfunni,  og Olgeir Skúla frænda okkar hraunsara.

Lífið á bænum

sigga fr njahjli.jpg