Ættarmót

Ættarmót var haldið hér í gær og var byrjað á að fara í vettvangsgöngu og gengið eftir þjóðleiðinni í átt að Þorlákshöfn.  Mótið átti að fara fram úti á samkomuflötinni  í sumarhúsabyggðinni, en var flutt inn í hlöðuna og hesthúsið eftir að farið var að rigna. Haft gaman m.a. með undirbúnum skemmtiatriðum sem eins og áður voru að hluta byggð á þátttöku gömlu systkinanna, eða gamlingjanna í hópnum.  Þegar við gamlingjarnir erum tekin fyrir þá má líkja því við hlutverk fíflanna sem lýst er í veislum víkinganna til forna.  Þetta er skiljanleg meðferð á okkur því „unglingunum“ gefst með þessu tækifæri á að ráða yfir okkur um stund eða „hefna“sín ef svo má segja.

Umrætt ættarmót mætti frekar kalla stór-fjölskyldumót, þar sem um er að ræða afkomendur Karls og Brynhildar á Hrauni, sem féllu frá 1995 og 2002 og höfðu þá búið hér saman í tæp 50 ár.  Þetta er árlegur viðburður hér á Hrauni og má þakka yngri kynslóðinni fyrir þá ræktarsemi og áhuga sem þau sýna, sem óneitanlega tengir betur saman fjölskylduna og meðlimi hennar.    

Lífið á bænum

vnting jan 2010 kn siguroddur p 3.jpg