Sölvafjara

Söl tínt í fjörunni við Hraun


Sölvafjöru er lokið hjá Hraunsbændum þetta árið,en hér á Hrauni hafa söl verið týnd svo lengi sem sögur herma.  Fyrst aðeins til heimilisnota, en í rúm 60 ár til sölu á Íslenskan neytendamarkað og lítilsháttar til útflutnings.  Tína þarf sölin í stórstraumsfjöru og þarf helst að vera ládauður sjór.  Skilyrði voru góð nú í þessum straum og náðist meira en meðaluppskera og ekki vantaði þurrkinn til að þurrka alla uppskeruna  jafn óðum.  Sölin eru síðan geymd í plastpokum og hreinsuð og pökkuð rétt fyrir sölu hverju sinni.

Að fara í sölvafjöru, eins og uppskerustörfin eru kölluð, er erfiðisvinna.  Tínslan byrjar nokkuð fyrir há fjöru og stendur yfir um 3 tíma.  Hásteinar heitir skerið sem tínt er í og er það rétt vestan Ölfusárósa.  Mest er tínt í skerinu að utanverðu og er mikið erfiði að bera pokana sem sölin eru sett í yfir skerið að bátunum,  sem koma landmegin að því. Pokunum er síðan siglt í land  og fluttir á þurrkunarstað á flutningavögnum.  Þau eru svo ýmist sólþurrkuð eða vélþurrkuð, allt eftir aðstæðum hverju sinni.

Lífið á bænum

snerpa og vnting.jpg