Endurkoma - hamingjudagur rófubóndans

Eftir hremmingar sem heimasíðan lenti í eftir heimsókn skemmdarvarga er hún nú komin aftur í loftið. Hér er frétt sem átti að fara inn í byrjun mánaðar látin flakka þó hún sé komin yfir á tíma.

Sprengidagur- hamingjudagur rófubóndans.

Þann 12. febrúar er hinn árlegi sprengidagur, en þá er á borðum landsmanna saltkjöt og baunir, með rófum að sjálfsögðu. Sprengidagur er því stór söludagur hjá okkur gulrófnabændum.

Hér er nú allt á fullu í að ganga frá rófum í sölu og fer frá okkur nær 20 tonn af rófum þessa vikuna, fyrir sprengidaginn. Undirbúningur hófst í síðustu viku og voru margir sem komu til hjálpar um síðustu helgi og var þá mikið magn afsett.

Sprengidagur er alltaf 7 vikum fyrir páska, og getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars. Talið er að frá síðari hluta 19. aldar hafi saltkjöt og baunir verið étnar á sprengidag en orðið almennt á borðum landsmanna á 20 öldinni.

Hár er svo uppskrift af baunasúpu með saltkjöti.

Hráefni:
Saltkjöt, 1-3 bitar á mann.
Gular baunir, 450 grömm (fyrir 6 manns).
Gulrófur
Laukur

Gulrætur, ef vill

Baunirnar lagðar í bleyti í 6-10 tíma. Það er ekki nauðsynlegt, en það er betra. Kjötið er soðið í vatni. Baunirnar eru skolaðar vel og settar sér í pott með nýju vatni. Einn til tveir kjötbitar soðnir með. Bragðað til með meiru soði af kjötinu, eða vatni ef súpan verður of sölt. Gulrófurnar og gulræturnar eru skornar frekar smátt og soðnar í súpunni, ásamt lauk.

Lífið á bænum

sigga fr njahjli.jpg