Vorverkin í sveitinni

Þó kalt sé á suðurlandi þessa dagana og vorið komi seint, eru vorverkin í fullum gangi. Búið er að sá í 1 ha rófuakur og akrildúk komin yfir og nú vonum við að næturfrostið eyðileggi ekki fræið á viðkvæmu þroskunarstigi. Hins vegar væri sáðning lengra komin við eðlilegar aðstæður og ef horfði betur í framhaldinu.

Bygg-gæsaakurinn gleymdist ekki þetta vorið og var sáð í hann 22. apríl og verður spennandi að sjá hvað hann laðar að sér í haust.

Tamningaúttektir eru fastur liður í vorverkunum því nú er komið að því að meta hvað á að fara í kynbótadóm í vor. Gert er ráð fyrir að Brák, undan Bylgju og Óm, Selja, Sólar- og Ómsdóttir fari í dóm. Þota, undan Aðnu og Stála, Tildra, Stjörnu- og Stáladóttir og Ópera undan Báru Blá og Hvessi eru í skoðun og verður metið síðar hvort þær eigi erindi í sýningu. Allar eru þær 4 v í vor og eru góð efni, en það sem einkennir Stála- og Ómsdæturnar er sérstaklega gott geðslag.
           

Lífið á bænum

vnting jan 2010 kn siguroddur p 2.jpg