Allinn

Eitt af vorverkunum í sveitinni er að viðra gamla þjóna sem unnið hafa fyrir húsbændur sína hér síðan 1954. Allis Calmers sem er 22 ½ hestafla bensíndráttarvél kom hingað að Hrauni nýr 1954. Hann var hér í notkun fram yfir 1980, en var gerður upp nýverið og var reynt að hafa hann að öllu leiti eins og hann var í upphafi. Eftir er að klára uppgerð á sláttuvélinni til að fullkomna verkið. Nú hefur þessi aldni höfðingi aðeins það hlutverk að vera viðraður á tyllidögum og alls ekki nema í góðu veðri. Bræðurnir Hrafnkell og Guðmundur Ingi eiga heiðurinn af útliti Allans í dag.

              
Eysteinn í reynsluakstri                     Gamli fékk að taka í

Lífið á bænum

voffi.jpg