Uppskerutími hrossaræktarinnar

Þessar vikurnar standa yfir kynbótasýningar en þessi tími er sannkallaður uppskerutími hjá okkur hrossaræktendum. Eins og fram kemur hér á heimasíðunni er hrossaræktin aðeins aukabúgrein hér á Hrauni, en er samt snar þáttur í lífi okkar. Stefnt er að því að sýna 5 fjögurra vetra hryssur þetta vorið, en aðeins tvær af þeim eru úr okkar ræktun, hinar voru keyptar sem folöld. Fyrsta hryssan, Brák frá Hrauni var sýnd í síðustu viku af Janusi Halldórssyni sem tamdi hana. Útkoman var góð og náði hún 8,09 fyrir byggingu og 8,15 fyrir hæfileika, sem er 8,12 í aðaleinkunn. Brák er undan Óm frá Kvistum og Bylgju frá Garðabæ sem er einnig móðir fyrstuverðlauna hryssunnar Brynju frá Hrauni sem stóð í öðru sæti í 5 v flokki á síðasta landsmóti. Bylgja er einnig móðir Birtu frá Hrauni sem er einnig 1. verðlaunahryssa, undan Huga frá Hafsteinsstöðum.

Lífið á bænum

snerpa.jpg