Breytt heimasíða/fréttir úr búskapnumEins og þið takið sjálfsagt eftir hafa verið gerðar allnokkrar breytingar á heimasíðunni. Sett hefur verið upp aðgengilegt form fyrir hrossaræktina með möguleika á kynningu á söluhrossum. Viðmótið er breytt og ýmislegt annað er gert aðgengilegra eins og fram kemur þegar síðunni er flett.  Bertha Kvaran frá Miðhjáleigu hefur séð um breytingarnar.

Þrír bræður í sölvahr og pökkun 2013 2Sumarið hér sunnanlands hefur orðið okkur garðyrkjubændum  erfitt. Mikil úrkoma, kuldi og sólarleysi eru aðal orsakavaldarnir.  Ekki er ólíklegt að úrkoman hafi hreinlega hálf kæft plönturnar því menn telja að skortur á súrefni í jarðvegi  hafi haft mjög neikvæð áhrif, ásamt mikilli útskolun áburðarefna.  Hér á bæ er rófuuppskeran sú lélegasta á þeim áratugum sem rófnarækt hefur verið stunduð hér. Heyspretta var hins vegar góð enda túnin hér mest á sandi. Sölvauppskera var hinsvegar ágæt og er líklegt að hægt verði að anna eftirspurn fram að næstu uppskeru.

Hrossaræktin hefur gengið vel  og eru nokkur mjög efnileg unghross í tamningu. Sala hefur verið þokkaleg en markaðsverð er lágt, nema á bestu kynbótahrossunum. 

Nú eru flest þau hross sem tamin og þjálfuð verða í vetur komin til tamningamannanna. Janus Eiríksson, John Sigurjónsson, Ragnheiður Samúelsdóttir og Jóhann K. Ragnarsson  munu temja fyrir okkur þennan veturinn.  Við verðum með 5 merar á 5. vetri, 4 á 4. vetri og auk þess hafa geldingar á 4. og 5. vetri verið í tamningu frá því í september.  Flest eru undan okkar ræktunarmerum en þrjár eru frá Kjarri og ein frá Litlu-Sandvík. Feður þeirra eru, Stáli, Ómur, Krákur, Seiður, Kvistur, Þóroddur og Hvessir.

Lífið á bænum

snerpa.jpg