Upprunamerkingar og rekjanleiki framleiðslunnar.

Frettamynd-jan-2014-640Á síðustu vikum hefur verið mikil umræða um sölu erlendrar landbúnaðarframleiðslu undir merkjum sem hafa áður eingöngu verið notuð fyrir íslenska landbúnaðarframleiðslu.  Við rófubændur höfum lengi mátt þola slíka fölsun, þar sem innfluttar rófur hafa verið seldar án merkinga og stundum í kössum sérmerktum frá Sölufélagi garðyrkjumanna.  Við rófubændur erum berskjaldaðri en aðrir garðyrkjubændur fyrir slíkum blekkingum þar sem okkur hefur ekki tekist að pakka rófum eins og flestir grænmetisframleiðendur gera.  Meðan rófur eru seldar í lausu, ómerktar framleiðendum, og upprunamerkingar ekki til staðar, verður erfitt að verjast þessu.  Þessi fölsun er verri fyrir það að hún dregur úr neyslu á rófum því mikill munur er á bragðgæðum innfluttra- og innlendra.  Engin tollvernd er á rófum (eina grænmetið) og getur hver sem er flutt inn rófur og fengið góða álagningu með sölu þeirra.  Sjáum við að unnar rófur, þ.e. rófur sem eru skrældar tilbúnar í pottinn, eru mikið notaðar hjá stórum matarframleiðendum sem selja t.d. þorramat.  Sem sagt: Neytandinn getur ekki borið  saman innlendar- og innfluttar rófur meðan hann veit ekki hvað er hvað.  Upprunamerkingar eru brýn nauðsyn ásamt því að neytandinn geti rakið til framleiðandans þær vörur sem hann kaupir.

Lífið á bænum

trippi 2007.jpg