Baráttan við náttúruöflin.



Hér á Hrauni er baráttan við náttúruöflin verkefni sem fylgt hefur jörðinni um aldir.  Ölfusá, stærsta vatnsfall landsins, hefur í raun gífurlegan eyðingarmátt. Það er ekki eingöngu að hún vaði yfir mikið landflæmi hér við ósinn með reglulegum stórflóðum, heldur ber hún fram mikið magn lausra og rokgjarna jarðefna sem berast upp, bæði ármegin við ósinn, og síðan með öldustraumnum með sjávarströndinni, alla leið til Þorlákshafnar.  Sandurinn hleðst upp við ströndina og þegar sjávarkamburinn hefur náð vissri hæð, 8 – 15m, þá nær gróðurinn ekki lengur að binda saman sandinn og vindálagið verður meira.  Nú eru víða rof í sjávarkambinum og fýkur því sandurinn inn á landið og ógnar gróðri sem þar er.  Þetta er reglubundin þróun og megnar ekkert mannlegt vald að hamla henni.  Reynt hefur verið að setja upp hindranir í rofskörðin en með litlum árangri.  Innar í landinu er stöðugt verið að hefta sandfok, yfirleitt með góðum árangri.  Hér með er nýleg mynd af rofi sem myndast hefur í sjávarkambinn og opnaðist fyrir um ári síðan.uppblastur14-1-640

Lífið á bænum

voffi.jpg