Grjót í varnargarða

Í grjótnámuni hér á Hrauni er auk hleðslugrjóts,sprengt stórgrýti sem notað er í varnargarða og fyrirhleðslur. Þéttleiki þess er innan þeirra marka (lítið af loftbólum í berginu) sem Siglingamálastofnun setur við notkun í varnargarða. Stórgrýti hefur verið mest notað í sjóvarnargarðana á Eyrarbakka og Stokkseyri, svo og í fyrirhleðslur við Ölfusárbrú.


Seljandi:

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Selfossi, sími 4808500, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eru með námuna á leigu.

Gólfsandur

Golfasandur-640
Í sandnámunni við sjóinn vestan Ölfusárósa er grófur sandur sem notaður er í múrefnaframleiðslu. 

Hleðslugrjót er ekki lengur til sölu

hlesla-640
Hleðslugrjót í skrautgarða, húsveggi ,kirkjugarða o.s.fv. er selt úr námu hér á Hrauni. 
Nánar

Pússningasandur

pusningasand-14-640
Sandur hefur verið seldur héðan frá því upp úr 1960, aðallega sem pússningasandur á mannvirki bæði utan og innan.