Netaveiði

Lagnetaveiði hefur verið stunduð við Ölfusárósa allt frá aldamótum 1900.  Hér á eftir er tilvitnun úr skýrslu Magnúsar Jóhannssonar og Sigurðar Guðjónssonar frá 2004, en þar segir um netaveiðina:

Þáttaskil urðu í veiðinýtingu árið 1938 en þá var allt vatnasvæðið leigt í tíu ár til stangaveiði á laxi en á vegum félagsins var stunduð netaveiði á nokkrum stöðum í Ölfusá. Leigan var síðar framlengd í 10 ár til viðbótar. Árin 1947 og 1948 féll netaveiði félagsins niður. Fyrstu tvö árin sem veiðifélagið starfaði var netaveiði eingöngu stunduð á vegum þess. Á árunum 1940 til 1957 stunduðu veiðieigendur við Ölfusá og Hvítá netaveiðar á göngusilungi. Frá árinu 1958 hafa bændur ráðstafað lax- og silungsveiði sjálfir hver fyrir sínu landi og þá hefjast netaveiðar á laxi aftur. Veiði hefur síðan ýmist verið leigð til stangveiði eða veiðieigendur stundað netaveiði. Stóra-Laxá er eina áin sem leigð er út til stangveiði í heilu lagi. Netaveiði er nú eingöngu stunduð í Ölfusá og Hvíta. Þar er einnig stunduð stangveiði en í þveránum er eingöngu stangveiði. Samhliða laxveiði er stunduð silungsveiði bæði er um að ræða veiðar á staðbundnum og sjógengnum fiski. Á sumum veiðisvæðum, s.s. í Brúará og í Ölfusárósi, gefur stangveiði nær eingöngu silung.
Sjá alla skýrsluna hér: h
ttp://www.veidimal.is/Files/Skra_0013084.pdf

Nánar um netaveiðina síðar

Stangveiði

komid-ur-netaveidiferd640

Veiðileyfi eru seld á Hrauni, sími 8642730/8977467.

Nánar

Kort af veiðisvæðum

 

Góð veiði er í landi Hrauns.

Veiðileyfi