Trjáreki var jafnan mikill á Hraunsskeiði, en svo nefnist strandlengjan frá Ölfusárósum að mörkum Þorlákshafnar, sem er um 6km leið. Heimildir eru miklar um rekann sem var mikil hlunnindi allt fram á síðari hluta síðustu aldar. Skálholtsstóll náði undir sig öllum stórreka eða tré yfir 6 álnum og ásældist reyndar allan rekann og stóðu deilur um hann við Hraunsbændur svo öldum skipti.
Nú er trjáreki lítill, en getur orðið nokkur í ríkjandi s-v áttum.
Eftir nálega 300 ára deilu fékkst niðurstaða fyrir Landsrétti í Kaupmannahöfn 1845, og hafði langa langafi Hrafnkels, Magnús Magnússon, skotið málinu þangað og náði hann fullnaðarsigri í þeim málaferlum gegn kirkjunni. Síðar keypti Magnús allan rekaréttinn af Skálholtsstól.Rekaréttur.
Til þess að skýra þetta nokkuð nánar, sem nú hefur sagt verið,kemst eg varla hjá því að drepa á þras og mas, sem orðið hefur um trjáreka á Skeiðinu. Býst eg við, að það stafi að nokkru frá breyting áróssins. Minst verður þó sagt hér af því, sem bókað er um þetta málefni á tugum blaðsíða í bréfabókum biskupa, dómabókum og þingbókum sýslumanna í Árnessýslu — um ríflega 300 ára tímabil. Nafnið »Skerðingarhólmur« er ekki til í elztu rekaskrám Skálholtsstóls, og finst ekki bókfært fyr en síðast á 14. öld, 1397. Arnarbæli í Ölfusi á þá lU rekans á Skeiði og Skerðingarhólma, Þetta tvent bendir til — og mun ekki efamál — að Skálholtsdómkirkja hafi þá átt 3U rekans á þessum stöðum, og eignast hann löngu fyr með jörðunum (Þorlákshöfn og Drepstokki) sem rekinn fylgdi, en ekki sem sérstakt rekaítak. Eftir að Skerðingarhólmur og Skeiðið alt varð orpið sandi að mestu leyti, var ekki eftir öðru að slægjast þar, en reka af sjó. Trjárekanum sjerstaklega, sem oft var bæði mikill og góður, og svo afarnauðsynlegur þá í timburleysinu, bæði til kirkna, húsa, skipa og búsáhalda. Dómkirkjan átti jarðirnar og meginhluta rekans til beggja handa. Forráðamönnum hennar mátti því gilda eins hvar áin rann, eða hver hirti sandinn og fjöruna, bara ef biskupsstóllinn biði ekki við það tjón eða áhættu hvað rekann snerti. Ekki þekkjast heldur nú orðið landaþrætur á þessum stað. Alt þrasið snýst um það, hve víðtækur sé rekaréttur dómkirkjunnar, og hverjar kröfur Hraun í Ölfusi geti gert til rekaréttar þar, sem síðar er farið að kalla Hraunsskeið. Þykir mér nú trúlegast, að fyrir dugleysi ábúenda á Drepstokki, afskiftaleysi útlendra og ókunnugra biskupa í Skálholti, en nýtni og ásælni eigenda Hrauns í Ölfusi, hafi siðarnefnd jörð eignast Skerðingarhólma. Þegar állinn var orðinn minni, eða mjög lítill að utanverðu eða horfinn alveg, þá var auðvitað hægara, að gæta rekans og hirða hann frá Hrauni. Ekki sízt þegar hólminn varð alveg áfastur landi þeirrar jarðar. Gat þetta orðið bæði með þegjandi« samkomulagi — án skjalfestu — eða jafnvel fyrir hefð einungis, þá er tímar liðu. Og ótviræður hefur þessi eignarréttur Hrauns verið talinn um langt skeið. Eitt dæmi um það er í »SóknaIýsing« um 1840: »Austan og framundan Hraunsskeiði eru sker sem kallast Hásteinar, þar er í sölvatekja sem tilheyrir Hraunshverfi«. Það er byrjun þessara rekamála, sem nú verður fundin, að Ögmundur Pálsson, biskup í Skálholti, setur dóm 1532 út af því, að tveir menn (Helgi Sigurðsson og Ólafur Ólafsson) »hefði haft tré og önnur gæði af rekanum á Skeiði, milli Ölfusáróss (»auluosarós«) og Þorlákshafnar «. Dómurinn fór auðvitað eins og aðrir á þeim öldum, alveg að ósk og vilja þess er dóminn setti. Dæmdu þeir »títtnefndan reka á Skeiði vera rétta eign kirkjunnar í Skálholti og verið hafa«. Hvorki er þar nefndur hlutur Arnarbælis, né Ieiguliðanot. Dómur þessi er bygður á vitnisburði fyrverandi ábúenda á Hrauni, ráðsmanna í Skálholti o. fl. Einn af Hrauns ábúendum ber það, að þáverandi eigandi Hrauns, Þorvarður lögmaður, hafi bannað sér að hirða af reka meira en ráðsmaðurinn í Skálholti leyfði. Er þá og lagður fram vitnisburður Halldórs ábóta á Helgafelli, frá 23/4 1509. Vissi hann þá til »meira en uppá fimtigi ára að kirkjan í Skálholti ætti bæði viðreka og hvalreka og önnur gæði, þau sem að landi kynni að bera frá Ölfusá (»aulversá«) og út að Þorlákshöfn, sem kallað hefur verið Skeið að fornu.« — Halldór hefur munað og þekt til fram undir miðja 15. öld, en ekki verður séð af vitnisburði hans, hvar »AuIversá« hefur þá runnið til sjávar. Enn er lagt fyrir dóminn landamerkjabréf — er því miður vantar. En dómsmönnum »Ieist það ekki afl hafa upp á rekans vegna«. Eftir svona óræka vitnisburði, um gamlan og nýjan rétt dómkirkjunnar til rekans, kemur það fáránlega ákvæði í dómnum, að trjátökumennirnir og aðrir, sem biskup nefndi þar til, mættu uinna eið að þuí, »að þeir hefðu aldrei heyrt þennan reka eignaðan Skálholtskirkju «. Að þessum — þó að vísu minni — lýritareiði unnum, áttu þeir seku að sleppa með það, að flytja aftur og tvígilda hvað þeir hefðu burt flutt af Skeiðinu. Biskupi var auðvitað í lófa lagt, að nefna þá eina með þeim sakbornu, er »féllist á eiðnum«. Og var þá þegar komið að takmarki dómsins og hámarki: Sekt 60 marka ( = 2880 álnir) í »fullrétti« kirkjunnar, skriftir og lausn eftir kirkjulögum.1) Litlu síðar, á dögum Gissurs biskups, var Erlendur lögmaður Þorvarðsson orðinn eigandi Hrauns. Gerist hann nokkuð ásælinn í rekann á Skeiði. Útaf því skrifar biskup honum (1545?). Það varð sætt þeirrk í júní 1546, að lögmaður gaf upp »alt tilkall og áklögun um rekann á Skeiði, er liggur fyrir Hraunslandi«. Og í júlí sama ár leyfir biskup lögmanni »að hafa fjögra eða 5 álna löng tré af rekanum á Skeiði, er liggur fyrir utan Ölfusá«. (Varla þó af Hafnarskeiði).1) Aftur er dæmt um rekann á Skeiði 1564, að hann skuli vera æfinleg eign Skálholts- og Arnarbæliskirkna. Enn verða málaferli um reka þennan árin 1632—3, og ganga þá til hæstaréttar. Gísli biskup skrifar þangað, að faðir sinn, Oddur biskup Einarsson, og aðrir biskupar í Skálholti, hafi haldið rekanum af Skeiði til stólsins »nu hartt at offuer 200 aar«. Skömmu eftir þetta, 30/s og 15/6 1636, er bókfærð talsverð runa af rekatrjám, sem skift var á Skeiðinu. Hefur þá Hraun heldur unnið á aftur, því það fær a. m. k. 3/< af öllum trjám að 5 — 6 álna fyrir austan Miðöldu. Arnarbæli virðist fá V< af öllu þar, en Skálholt 3U af lengri trjánum. En fyrir vestan Miðöldu fá staðirnir V* og sU af öllu saman. 10 árum hér á eftir, 1646, eru enn málaferli og dómar út af sama reka. Eru þeir samhljóða skiftunum, nema að því leyti sem rekaréttur Hrauns er dæmdur til konungs úrskurðar. — Einhver Oddur Brandsson vitnar það, að faðir sinn hafi búið 27 ár á Hrauni. Hafi hann þá hirt minni tré og 6 álna á margnefndum stað, og aðrir fleiri er þar hafi búið. Fyrir þessum dómi lágu vitnisburðir fjögra vitna á sjötugs og áttræðrsaldri. Vitni þessi höfðu heyrt eftir eldri mönnum, að útfall Ölfusár hefði verið við Miðöldu einhverntíma fyrir þeirra minni. Og sum vitnin höfðu heyrt kallaðan Skerðingarhólma fyrir austan þetta útfall.2) — Af öllum þessum vitnisburðum og dómum er augljóst, að þegar fyrir siðaskiftin eru glataðar skriflegar frumheimildir Skálholtsstóls fyrir rekanum á Skeiði, ef þær hafa nokkru sinni verið til. Enginn þeirra biskupa, sem nefndír voru, getur rakið þessa heimild lengra aftur í liðinn tíma, en á 14. öld. ignaheimildin að rekanum á Hraunsskeiði, hvíldi því á hefð, vitnisburðum og dómum. Og hún er þá að vísu orðin séreignarkvöð í Hraunslandi — rétt eins og algengt er um fjörur kirkna á bændaeignum. Hraun var ekki stólsjörð. Skálholtskirkja hélt því reka þessum þrátt fyrir kirkjujarða söluna miklu,1) en tapaði þá (1787) rekanum í Þorlákshöfn og á Eyrarbakka (1790). Enn þá er eftir lokaþátturinn i Hraunsreka-leikriti. Biskupinn kemur þá auðvitað ekki lengur á sjónarsvið, og ekki einusinni bóndinn í Skálholti, heldur presturinn í Arnarbæli (Jón Matthíassen). Hann lendir í máli við bóndann á Hrauni (Magnús, son Magnúsar Beinteinssonar í Þorlákshöfn). Sýslumaður (Páll Melsted) dæmir í því máli 24/4 1839 svoleiðis, að Hraun skuli eiga 5 álna trje og styttri, en Arnarbæli lU af Iengri' trjám — óköntuðum. Þrætan var víst mest um 5—6 álna trén, og var von til að eigandi Hrauns vildi hafa þau, því svo hafði lengi verið. Þannig hafði t. d. Jón biskup Vídalín leyft Brynjólfi Jónssyni lögréttumanni á Hrauni, að hirða þau tré, er voru »6 álnir milli losa«.2) Magnús Magnússon hleypti málinu til hæstaréttar, og vann þar alt að 6 álna trjám. Eftir það keypti Magnús Magnússon rekarétt Skálholtskirkju á Hraunsskeiði, og fylgir hann Hraunseigninni síðan. — Virtur síðar 300 krónur. Rekinn á Skeiði var engin óvera í rekasælum árum, jafnvel lengst fram á 19. öld. Skift var tvisvar á vori sum árin. Við önnur skiftin eitt vorið — 13/e 1632 — komu í hlut Arnarbælis af Hraunsskeiði 17 tré og trjábútar sagaðir til skifta, samtals 80 álnir; en talsvert minna fyrir vestan Miðöldu. Sum trén voru yfir alin ummáls og hið lengsta 16 álnir. í þetta sinn hefur hlutur Skálholtsstóls á Skeiðinu einu og öllu, varla verið að mun styttri en 400 álnir. Á fyrstu árum Jóns Árnasonar hreppstjóra í Þorlákshöfn (um 1863), bygði hann stórt timburhús til íbúðar. Qrunninn hlóð hann áhyggjulaus, og treysti spakmælinu: »Tóftin aflar trjánna«. Að grunninum fullgerðum gekk Jón á reka sína, og lét þá þegar flytja þaðan nóga viði í húsgrindina. Enda hafði þá mjög nýlega rekið rúm 30 tré köntuð, 2—32 álnir á lengd. (Sögn Gríms, sonar Jóns).
?